Á fundi bæjarstjónar síðar í dag verða afgreiddar tvær tilllögur um nýjar lántökur samtals að fjárhæð 500 milljónir króna.
Lagt er til að tala 350 m.kr. lán hjá lánasjóði sveitarfélaga til 16 ára. Til tryggingar láninu standa tekjur sveitarfélagsins, nánar tiltekið útsvarstekjum sínum og framlögum til sveitarfélagsins úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga. Lánið er tekið til að fjármagna framkvæmdir sveitarfélagsins og endurfjármagna afborganir eldri lána.
Þá er tillaga um að hafnarsjóður taki 150 m. kr. lán hjá lánasjóði sveitarfélaga með veði í tekjum bæjarsjóðs. Lánið er tekið til að fjármagna uppbyggingu á höfn að Sundabakka í Skutulsfirði, en um 670 milljón króna heildarframkvæmd er að ræða, ríkisstyrkt um 60%, áætlað árið 2023 eru kr. 350.000.000. Þá er lagt til að bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar skuldbindi hér með sveitarfélagið sem eiganda Ísafjarðarhafna til að selja ekki eignarhlut sinn til einkaaðila, í heild eða að hluta, fram til þess tíma að lán þetta er að fullu greitt. Fari svo að Ísafjarðarbær selji eignarhlut í Ísafjarðarhöfnum til annarra opinberra aðila, skuldbindur Ísafjarðarbær sig til þess að tryggja að samhliða yfirtaki nýr eigandi ábyrgð á láninu í hlutfalli við eignarhlut sinn í félaginu.