Ísafjarðarbær: bæjarráð fagnar skýrslu Boston Consulting Group

Skýrsla Boston Consulting Group, sem unnin var fyrir Matvælaráðuneytið, var lögð fyrir bæjarráð Ísafjarðarbæjar á mánudaginn til umsagnar.

Bæjarráðið samþykkti eftirfarandi bókun sem umsögn sína:

Bæjarráð fagnar útkomu skýrslunnar. Með henni, úttekt Ríkisendurskoðunar og nýsamþykktu strandsvæðaskipulagi er kominn góður grunnur til áframhaldandi vaxtar umhverfisvæns lagareldis til lands og sjávar. Skýrslan sýnir þau miklu vaxtartækifæri sem eru framundan og sýnir þau verkefni sem þarf að vinna svo framtíðarsýnin nái fram að ganga í sátt atvinnulífs, umhverfis og samfélags.

Sérstaklega fögnum við tillögu skýrsluhöfunda um að aukinn hluti gjalda renni beint til nærsamfélagsins.

DEILA