Aðstandendr futsal mótsins, sem fyrst var haldið í fyrra í íþróttahúsinu í Bolungavík hafa ákveðið að halda annað mót og freista þess að gera það að árlegum viðburði. Mótið verður haldið á sama stað þann 19. mars næstkomandi. Mótið er opið öllum sem geta teft fram fjögurra manna liði, en þrír leikmenn eru samtímis inn á vellinum.
Vísað er á facebook síðu mótsins Westfjord futsal þar sem að finna nánari upplýsingar.