Logn: nýr veitingastaður á Ísafirði

Hótel Ísafjörðu og nýja viðbyggingin. Myndir: Kristinn H. Gunnarsson.

Í gær var tekinn í notkun ný veitingastaður á Hotel Ísafirði. Um er að ræða stækkun á jarðhæð hússins um 100 fermetra og gerðar voru breytingar á móttöku og veitingasal. Er breytingin björt og vel heppnuð og hin vistlegasta. Veitingasalurinn tekur nú um 120 manns sem er um þriðjungsstækkun frá því sem mest var hægt að koma fyrir í eldri aðstöðu. Framkvæmdir hófust í byrjun nóvember síðastliðinn og kostuðu um 100 milljónir króna.

Eigendur eru Daníel Jakobsson , Hólmfríður Vala Svavarsdóttir og Ari Wendel. Hótelstjóri er Kristján Þór Kristjánsson. Fjölmargir gestir voru við opnunarathöfnina og flutt voru ávörp og gestgjöfunum færðar hamingjuóskir og blómvendir.

Á vegg í veitingasalnum er þessa góða mynd eftir Hermann Snorrason af klettinum Þuríði á Óshlíð.
Halla Signý Kristjánsdóttir alþm og Sigríður Hulda Guðbjörnsdóttir, formaður bæjarráðs í Bolungavík.
Hér má greina Gauta Geirsson og Kristján Frey Halldórsson.
Tveir stórlaxar, Daníel Jakobsson og Einar Valur Kristjánsson.
Horft eftir nýja salnum.
Og horft í hina áttina.
Starfsfólk Hótelsins.
Eigendurnir Ari Wendel, Daníel Jakobsson og Hólmfríður Vala Svavarsdóttir.
Arna Lára Jónsdóttir, bæjarstjóri í Ísafjarðarbætil vinstri.

DEILA