Icelandic Wildlife Fund: birtu ársreikningana í morgun

Umhverfissjóðurinn The Icelandic Wildlife Fund birtu í morgun á vefsíðu sinni iwf.is ársreikninga fyrir árin 2017 – 2021.

Jón Kaldal segir í svari til Bæjarins besta að PWC sjái um þetta fyrir sjóðinn. Ársreikningar hafi alltaf verið gerðir og fyrir tilsettan frest. „Við stöndum í þeirri trú að PWC hafi skilað þeim upplýsingum sem skylt er og sjóðurinn greiðir þeim fyrir að gera. Hafi svo ekki verið þá fáum við örugglega útskýringar frá PWC á því hvað klikkaði.“

Hann segir að IWF sé grasrótarstofnun og er ekki rekin í ágóðaskyni (non-profit). Sjóðurinn stundar ekki atvinnurekstur og aflar sér fjármuna til verkefna með frjálsum framlögum frá einstaklingum, fyrirtækjum og stofnunum.

Sjóðnum ber að senda Ríkisendurskoðun ársreikninga sína og í skýrslu embættisins í síðasta mánuði sem nefnist Útdráttur ársreikninga sjálfseignastofnana og sjóða rekstrarárið 2021 kemur fram að sjóðurinn hafi aldrei skilað árreikningum.

Samkvæmt síðasta ársreikningi sem er fyrir árið 2021 voru tekjur sjóðsins styrkir upp á 13,5 m.kr. og hellstu útgjöld aðkeypt þjónusta 11,1 m.kr. Eignir sjóðsins voru 4 m.kr.

DEILA