Forsætisráðuneytið óskar eftir að ráða staðarhaldara á Hrafnseyri við Arnarfjörð.
Starfið felst m.a. í umsjón með staðnum og rekstri þar, eftirliti með byggingum, móttöku gesta og skipulagningu viðburða í samstarfi við hlutaðeigandi aðila á Vestfjörðum.
Leitað er að drífandi og jákvæðum einstaklingi með ríka þjónustulund og þekkingu á menningu og umhverfi Vestfjarða.
Hrafnseyri er fæðingarstaður Jón Sigurðssonar. Starfsemin er helguð sögu og umhverfi Hrafnseyrar, arfleifð Jóns Sigurðssonar og lýðræði í anda hans.
Áhersla er á samstarf við menningar- og menntastofnanir á Vestfjörðum. Þjónusta staðarins taki mið af þessu leiðarljósi, fjölbreyttum þörfum almennings og þjónustu við fræðimenn, listamenn og aðra sem starfa í skapandi greinum.
Mikilvægt er að starfsemin hafi skírskotun til samtímans hér á landi og alþjóðlega. Staðarhaldari hefur búsetu á Vestfjörðum, Hrafnseyri.
Æskilegt er að umsækjandi geti hafið störf sem fyrst. Umsóknarfrestur er til og með 09.01.2023