Háafell hf , sem stundar laxeldi í Vigurál í Djúpinu mun sýna nýja vinnubárinn Kofra í Súðavíkurhöfn í dag, laugardag kl 15. Allir velkomnir!
Báturinn var smíðaður í Færeyjum og kom til landsins fyrir 10 dögum. Kofra var siglt frá Reykjavíkurhöfn vestur og kom til Súðavíkur 19. janúar. Gauti Geirsson, framkvæmdastjóri Háafells sagði að báturinn hafi reynst vel og að siglingin hafi gegið mjög vel, ganghraðinn var um 10 mílur á klst. Kofri ÍS er skráður í Súðavík og á honum vinna sjómenn sem búsettir eru við Djúp.
Kostnaður við þjónustubátinn er um 250 m.kr. hingað kominn.