Fyrirtækið Kaldasker ehf á Ísafirði skilaði ekki upplýsingum um farþegagjald til Ísafjarðarhafna og var áætlað á það fjölda farþega og er innheimta hafin að sögn Hilmars Lyngmó hafnarstjóra.
Fyrirtækið rekur farþegabátinn Ísöld og hefur siglt með farþega í hvalaskoðun. Sigurður Gunnar Aðalsteinsson er eini eigandi að hlutafé í samkvæmt upplýsingum í ársreikningi 2021. Tekjur fyrirtækisins 2021 voru 19,5 m.kr. og hagnaður af rekstri 4,9 m.kr.
Gjaldið var á síðasta ári 190 kr fyrir hvern fullorðinn farþega og 150 kr fyrir farþega að 12 ára aldri.
Fyrirtæki sem hafa skilað upplýsingum um farþegagjald eru Sjóferðir ehf, Borea adventure ( Skútusiglingar ehf) og Amazing Westfjord, auk erlendu skemmtiferðaskipanna. Samtals fluttu þau um 20.000 farþega og erlendu skemmtiferðaskipin til viðbótar um 86.000 farþega.
Uppfært kl 11:51. Kaldasker ehf hefur samkvæmt upplýsingum hafnarstjóra greitt reikninginn, en innheimt var fyrir 750 farþega.