Hnífsdalur: krapaflóð úr Traðargili

Krapaflóð féll fyrir skömmu úr Traðargili í Hnífsdal. Það var Finnbogi Sveinbjörnsson, íbúi í Hnífsal sem varð þess var og tók meðfylgjandi mynd af flóðafarveginum.

Finnbogi segir að hann hafi heyrt „eins og í hressilegri vindhviðu og kíki út á Djúpið en sé ekkert athugavert. Þá hafði þetta myndarlega krapaflóð gusast út úr Traðargilinu í Hnífsdal.“

DEILA