Seinnipartinn í gær var nýsmíðin Kofri ÍS hífður á land í Reykjavík eftir flutning frá Færeyjum. Það er færeyska fyrirtækið KJ Hydraulik sem smíðar bátinn en hann er 15 metrar á lengd, 8 metrar á breidd og með 50 tm krana. Kofri mun sinna eldissvæði Háafells í Vigurál og verður gerður út frá Súðavík.
Þetta kemur fram í tilkynningu frá Háafelli.
Stefnt er að því að báturinn muni sigla heim seinnipartinn í dag og ætti hann því að vera í heimahöfn á morgun.
Stefnt er að því að hafa Kofra til sýnis í Súðavíkurhöfn þann 28. janúar.