Vinir Ferguson og Vestfjarða – Á traktorum gegn einelti

Út er kominn bókin, Vinir Ferguson og Vestfjarða. Á traktorum gegn einelti. Dagbók hringfara.Sögur af sögum, fólki og stöðum.

Bókin er gefin til stuðnings verkefnis Barnaheilla, Vinátta, gegn einelti.

Í kynningu á bókinni segir: „Öll eigum við okkur drauma. Að láta drauma sína rætast er ákveðin lífsfylling, gleði yfir því að væntingar hafa verið uppfylltar. Að æskudraumur rætist er ekki sjálfgefið. Þeir eru oftar en ekki óraunhæfir og barnalegir, sérstaklega eftir því sem árin líða. Með hringferð okkar félaga árið 2015 um landið og svo að hafa farið Vestfjarðaleiðina árið 2022 höfum við náð því endanlega að láta draum okkar frá æsku rætast, það er að keyra Massey Ferguson, 35X árgerð 1963 hring í kringum um allt landið, og á sama tíma skapað umræðu um alvarleika eineltis og stutt við forvarnarverkefni Barnaheilla, Vinátta gegn einelti.“

Mikael Torfason, rithöfundur, Guðni Ágústsson, fyrrverandi ráðherra og Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra, skrifa ávörp í bókinni en höfundar eru þeir Karl Friðriksson og Grétar Gústavsson.

DEILA