Vel heppnaður bangsaspítali

Heilbrigðisstofnun Vestfjarða

Lýðheilsufélag læknanema og Heilbrigðisstofnun Vestfjarða opnaði bangsaspítala í fyrsta skipti laugardaginn 26. nóvember!

Mörg börn komu með veika eða slasaða bangsa sem þurftu aðhlynningu.

Vandamálin voru fjölbreytt; einn var með harðsperrur í tánum og annar missti beinin úr hálsinum svo dæmi séu tekin. Reynt var að lækna sem mest af vandamálunum með spelkum, sárabindum, plástrum, kossum og leiðbeiningum um hreyfingu og góða hvíld.

Tilgangurinn með bangsaspítalanum er tvíþættur: Annars vegar að fyr­ir­byggja hræðslu hjá börn­um við lækna og heil­brigðis­starfs­fólk og hins veg­ar að gefa lækna­nem­um tæki­færi til að æfa sam­skipti við börn.

DEILA