MERKIR ÍSLENDINGAR – ÁRNI FRIÐRIKSSON

Árni Guðmund­ur Friðriks­son fiski­fræðing­ur fædd­ist á Króki í Ketildala­hreppi í Barðastrand­ar­sýslu 22. desember 1898.

Hann var son­ur Friðriks Sveins­son­ar, bónda á Króki, og k.h., Sig­ríðar Maríu Árna­dótt­ur hús­freyju.

Friðrik var son­ur Sveins, bónda í Klúku Gísla­son­ar, bróður Krist­ín­ar, ömmu Ólafs Magnús­son­ar, tré­smiðs og kaup­manns í Reykja­vík, stofn­anda Fálk­ans, föður Har­alds, Braga, Sig­urðar og Finn­boga, for­stjóra Fálk­ans, og Ólafs, ís­lensku­kenn­ara við MR. Sig­ríður var dótt­ir Árna, bónda í Kross­dal í Tálknafirði Ólafs­son­ar.

Árni og Bjarni Sæ­munds­son voru helstu frum­kvöðlar fiski­fræðinn­ar á Íslandi og unnu ómet­an­legt brautryðjand­astarf í þágu hinn­ar ungu fræðigrein­ar hér á landi, enda hafa fiski­rann­sókn­ar­skip Haf­rann­sókna­stofn­un­ar borið nöfn þeirra um ára­bil.

Árni lauk stúd­ents­prófi í Reykja­vík 1923, stundaði nám í Kaup­manna­höfn og lauk mag­isters­prófi í dýra­fræði við Kaup­manna­hafn­ar­há­skóla 1929. Hann var aðstoðarmaður hjá pró­fess­or Schmidt við Carls­berg La­boratori­um 1929-30, var ráðunaut­ur Fiski­fé­lags Íslands 1931-37, for­stöðumaður fiski­deild­ar­inn­ar í at­vinnu­deild HÍ 1937-53, og var síðan fram­kvæmda­stjóri Alþjóðahaf­rann­sókn­aráðsins 1954-65.

Árni hafði áhuga á að fræða al­menn­ing um haf­rann­sókn­ir og hélt því fyr­ir­lestra um grein­ina í Rík­is­út­varpið, ný­kom­inn heim, 1931. Þeir vöktu mikla at­hygli. Hann stundaði rann­sókn­ir á síld og þorski hér við land og beitti sér fyr­ir notk­un berg­máls­mæl­is en slík­ar fisk­sjár hafa síðan valdið straum­hvörf­um við veiðar og rann­sókn­ir.

Eft­ir Árna liggja mik­il skrif um fisk­rann­sókn­ir, bæði bæk­ur, grein­ar og er­indi í ís­lensk­um og er­lend­um fræðirit­um. Þekkt­ustu rit hans eru Áta ís­lenzkr­ar síld­ar, útg. 1930, og Alda­hvörf í dýra­rík­inu, útg. 1932.

Árni lést 16. október 1966.

Skráð af Menningar- Staður.

DEILA