Það var þann 29. desember 1912 sem kvenfélagið Hvöt í Hnífsdal var stofnað, fagnar félagið því 110 ára afmæli í ár. Á afmælisdaginn okkar bjóðum við ykkur á jólaball í barnaskólanum í Hnífsdal. Jólaballið er vísir að stofnun kvenfélagsins og því tilefni til að slá upp jólaballi með kaffiveitingum og góðum gestum sem gleðja börnin.
Jólaballið hefst kl. 16:30.
Við hvetjum alla til að kíkja við og fá sér kaffisopa, húsið verður opið frá 16:00-18:00.
Hlökkum til að sjá ykkur
Kveðja
Kvenfélagskonur í Hvöt
![](https://www.bb.is/wp-content/uploads/2022/12/kvenf_hvot_22.jpg)