Kuldi og rafbílar

Á heimasíðu Félags íslenskra bifreiðaeigenda var nýlega fjallað um áhrif kulda á rafmagnsbíla, en kuldi dregur úr getur drifrafhlöðu bílsins til að geyma og skila frá sér rafmagni sem endurspeglast síðan því hversu marga kílómetra er hægt að aka.

„Allir nýir bílar undirgangast WLTP prófun sem segir til um raun drægni bílsins. Þessar mælingar eru framkvæmdar með ákveðnum skilyrðum við prófun. Raundrægni bílsins meðal annars miðaðu við að útihitastig sé frá  14 til 23°C sem er umtalsvert meiri hiti en við eigum að venjast yfir vetrarmánuðina á Íslandi.

Í grunninn eru tvær megin ástæður fyrir því að drægni rafbíla er ekki sú sama yfir veturinn eins og yfir sumarið.

Í fyrsta lagi þá tekur miðstöð og annar kyndibúnaður umtalsvert meiri orku sem annars hefði farið í knýja bílinn áfram.

Síðan er það vegna áhrifa kuldans á virkni rafhlöðunnar. Eftir því sem lofthiti lækkar hægist á efnafræðilegri getu drifrafhlöðunnar til að framkalla og geyma orku.“ segir í umfjöllun á vef FÍB

DEILA