Ísafjörður: TÖFRAHERBERGID með Karine Blanche

Karine Blanche er listakona frá Frakklandi búsett í Vín í Austurríki og dvelur hún nú við gestavinnustofur ArtsIceland. Hún kom til Ísafjarðar til að kanna tjáningu þess sem lifir. Hún leitar það uppi, leitar að aðgengileika þess og sækir í það innblástur til endurgerðar þess. Frá því hún kom hefur hún hlustað á fjörðinn og hina lifandi og líflausu þætti eins og ljósið, kuldann, steinana eða vindinn sem skapa hann. Þá hefur hún safnað ummerkjum: lífrænum og ólífrænum, fjöldaframleiddum eða ekki, sem orðið hafa að uppsprettu hljóðkönnunar.

Hvernig snertum við hið ljóðræna og hvernig snertir það okkur? Ljóðlist þess næma, viðkvæma og þess sem lifir. Ljóðlist fínleikans, hins dýrmæta, þess skammvinna. Hvernig snertum við það og hvernig snertir það okkur heima í stofu?

Karine mun bjóða upp á að koma á þrjá staði fram til 30. desember. Hún kæmi í heimsókn á kvöldi að ykkar vali, í herbergi heimilins að eigin vali. Hún býðst til að segja sögur úr fortíðinni, nútíðinni og framtíðinni. Frásagnarstíll hennar er ljóðrænn og hljómmikill. Rödd, hljóðfæri, hlutir. Eina sem þið þurfið að gera er að bjóða vinum (bara eins mörgum og þægilega komast fyrir í herberginu).Hún býður ykkur að velja tvo eða þrjá hluti til að hafa með í hljóðfrásögninni. Gjörningurinn tekur (ríflega) klukkustund.

Hægt er að skrá þátttöku með því að senda tölvupóst á artsiceland@kolsalt.is

Karine hlaut styrk frá Austurríska menningarmálaráðuneytinu fyrir verkefninu.

DEILA