Ísafjarðarbær: samningur um tjaldsvæði verði framlengdur um 2 ár

Tjaldsvæðið í Tungudal á Ísafirði. Mynd: tjalda.is

Umhverfis- og framkvæmdanefnd Ísafjarðarbæjar leggur til að samningur við G.I. Halldórsson ehf um rekstur tjaldsvæðisins í Tungudal verði framlengdur um tvö ár.

Samningurinn var gerður árið 2018 og var til fjögurra ár með ákvæði um heimild til framlengingar um tvö ár, til 1. október 2024.

Samkvæmt samningnum er tjaldsvæðið í Tungudal opið frá 15. maí til 15. september ár hvert og er ákvæði um viðveru starfsmanns þann tíma, þar af 8 klst á dag frá 16. júní til 3. ágúst.  Greiðir Ísafjarðarbær 2 m.kr. á ári.

DEILA