Ísafjarðarbær: framlengur samning við Kómedíuleikhúsið um þrjú ár

Kómedíuleikhúsið hefur unnið sér fastan sess á Vestfjörðum. Mynd: Kómedíuleikhúsið.

Bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar hefur framlengt samning við Kómedíuleikhúsið um þrjú ár. Samningur var gerður í byrjun árs 2021 og gilti fyrir það ár og þetta. Framlengingin er því fyrir árið 2023-2025.

Menningarmálanefnd bæjarins mælti með framlengingunni og segir í bókun að hún fagni samstarfi Ísafjarðarbæjar og Kómedíuleikhússins og telji alla aldurshópa samfélagsins njóta góðs af hinu öfluga leikhússtarfi sem Elfar Logi Hannesson heldur úti.

Ísafjarðarbær greiðir 1.750.000 kr. árlega en framlag Kómedíuleikhússins er að það kemur að 17. júní hátíðahöldum með leikatriði, tekur þátt í jólasveinadagskrá Safnahússins á Ísafirði, sér til þess að öll leikskóla- og grunnskólabörn í sveitarfélaginu fái eina leiksýningu eða menningardagskrá á ári, alls 9 viðburðir árlega og bjóð eldri borgurum a.m.k. tvisvar á ári upp á menningardagskrá á Hlíf og/eða Eyri.

DEILA