Fréttavefurinn Bæjarins besta sendir lesendum sínum, auglýsendum og öllum velunnurum besta jóla- og nýárskveðjur með góðum óskum um gott og farsælt komandi ár.
Árið hefur að mörgu leyti verið Vestfirðingum í meginatriðum farsælt til lands og sjávar rétt eins og árið á undan. Mikilvæg framfaramál hafa mjakast áfram í rétta átt og íbúum fjölgaði, einkum þar sem áhrifa uppbyggingar í atvinnulífinu gætir mest. Nú er hafin vegagerð í Þorskafirði um inn umdeilda Teigskóg og sér fyrir endann á vegagerð um Gufudalssveit og von er á útboði fljótlega á nýju ári á síðustu vegarköflunum sem er einkum brúargerð. Vetrarsamgöngur milli norðanverðra og sunnanverðra Vestfjarða munu taka stakkaskiptum í vetur með þjónustu á Dynjandisheiðinni.
Laxeldi í sjókvíum heldur áfram að eflast í vestfirskum fjörðum og framleiðslan vex hröðum skrefum. Arnarlax og Arctic Fish eru komin í hóp stærstu fyrirtækja landsins og eru metin á hátt á annað hundrað milljarða króna í norsku kauphöllinni. Loksins er að komast hreyfing að nýju á virkjunaráform á Vestfjörðum enda hamlar orkuskortur í fjórðungnum atvinnuuppbyggingu. Hafinn er undirbúningur að nýrri kalkþörungaverksmiðju í Súðavík með landfyllingu á Langeyri og útsýnispallur á Bolafjalli sem tekinn var í notkun í haust ásamt stórhuga uppbygging Sundahafnar á Ísafirði mun styrkja ferðaþjónustu á Vestfjörðum.
Ástæða er til bjartsýni á Vestfjörðum á komandi ári.
Fréttavakt verður á Bæjarins besta um hátíðisdagana og fréttir fluttar eftir atvikum.
Með hátíðarkveðjum
ritstjórn Bæjarins besta