Í breytingartillögum stjórnarmeirihlutans við fjárlagafrumvarpið fyrir næsta ár er lagt til að veittar verði 210 m.kr. til að tryggja ferjurekstur um Breiðafjörð, en rekstraraðili ferjunnar Baldurs mun hætta siglingum um Breiðafjörð. Í heimildagrein frumvarpsins er gert ráð fyrir að leigja eða kaupa aðra ferju og segir í áliti meirihlutans að skoðun hafi leitt í ljós að líklega er einungis um eitt skip að ræða, Röst, sem er í siglingum í Norður-Noregi. Vegagerðin hefur
leitað tilboða á Evrópska efnahagssvæðinu. Viðbótarkostnaður er áætlaður 210 m.kr. á ári.