Fiskeldi í Ásmundarnesi í Bjarnarfirði

Regnbogasilungur.

Matvælastofnun hefur unnið tillögu að rekstrarleyfi fyrir Nesveg 5 ehf. í Grundarfirði vegna fiskeldis á landi að Ásmundarnesi í Bjarnarfirði á Ströndum.

Um er að ræða nýtt rekstrarleyfi fyrir 45 tonna hámarkslífmassa vegna seiðaeldis á regnbogasilung.

Gildistaka rekstrarleyfis þessa er háð því að leyfi til framkvæmda sé til staðar. Einnig þarf nýtingarleyfi Orkustofnunar. Gildistaka rekstrarleyfis fiskeldisstöðva á landi er háð úttekt Matvælastofnunar og því skilyrði að stöð sé útbúin búnaði sem kemur í veg fyrir að fiskur sleppi úr eldiskari og búnaði staðsettum í frárennsli stöðvar sem fangar fisk sem sleppur.

Athugasemdir við tillöguna skulu vera skriflegar og sendar Matvælastofnun á mast@mast.is. Frestur til að skila inn athugasemdum er til 5. janúar 2023.

DEILA