Sérstakt afnotagjald vegna fiskeldis í sjó hækkar um áramótin í samræmi við ákvæði laga þar um.
Fram kemur í auglýsingu á Fiskistofu vegna gjaldtöku ársins 2023 að innheimtar verða 18,33 krónur á hvert kíló af slátruðum laxi sem alinn er í sjó en gjaldið var 11,92 krónur.
Gjald vegna eldi á ófrjóum laxi og laxi sem alinn er í sjó með lokuðum eldisbúnaði er helmingur almenns gjalds á laxi.
Þá segir jafnframt að gjald á hvert kíló af slátruðum regnbogasilungu verður 9,16 krónur sem á þessu ári hefur verið 5,96 krónur.