Íslensk-pólsk veforðabók í augsýn

Félags- og vinnumarkaðsráðherra, hefur veitt Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum 15 milljóna króna styrk til að vinna að gerð íslensk-pólskrar veforðabókar.

Sárlega hefur vantað slíka orðabók fyrir þann stóra hóp Pólverja sem sest hefur að hér á landi. Veforðabókin verður aðgengileg öllum á netinu.

Markmiðið með verkefninu er að styðja pólska innflytjendur til íslenskunáms og auðvelda þeim þannig inngildingu í íslensku samfélagt með því að bjóða upp á gjaldfrjálst, rafrænt og aðgengilegt hjálpartæki sem einnig mun nýtast nemendum í skólum.

Krótkie podsumowanie:
Trwają prace nad stworzeniem internetowego słownika islandzko -polskiego, który będzie bezpłatny i dostępny dla każdego. Guðmundur Ingi Guðbrandsson, Minister Spraw Społecznych i Rynku Pracy, przyznał Instytutowi Arniego Magnussona dotację na ten cel. Słownik przygotowywany jest we współpracy ze Stanisławem Bartoszkiem i zostanie szczegółowo zaprezentowany po udostępnieniu go dla użytkowników.

DEILA