Matvælaráðherra hefur svarað fyrirspurn frá Lilju Rafneyju Magnúsdóttur um eftirlit Fiskistofu.
Fyrirspurnin var svohljóðandi: Hvert er umfang eftirlits Fiskistofu, greint eftir fjölda skipta sem fjarstýrð loftför (drónar) eru send út til eftirlits? Svar óskast brotið niður á útgerðarflokka og veiðarfæri.
Í svarinu kemur fram að ráðuneytið leitaði upplýsinga frá Fiskistofu vegna þessarar fyrirspurnar og þar kom fram að árið 2021 var farið í 637 eftirlitsflug með fjarstýrðum loftförum:
* 177 eftirlitsflug með skipum með aflamark, sem skiptust þannig eftir veiðarfærum:
* 128 með dragnót,
* 22 með þorskanet,
* 17 með botnvörpu,
* 5 með línu,
* 4 með loðnunót,
* 1 með flotvörpu.
* 154 eftirlitsflug með bátum með grásleppuleyfi.
* 102 eftirlitsflug með bátum með krókaaflmark, sem skiptust þannig eftir veiðarfærum:
* 68 með línu,
* 33 með handfæri,
* 1 með gildrur.
* 71 eftirlitsflug með smábátum með aflamark, sem skiptust þannig eftir veiðarfærum:
* 48 með þorskanet,
* 14 með línu,
* 5 með handfæri,
* 4 með kolanet.
* 68 eftirlitsflug með strandveiðibátum.
* 65 eftirlitsflug vegna lax, silungs og malartekju.
Á yfirstandandi ári fram að 26. október var farið í 331 eftirlitsflug með fjarstýrðum loftförum:
* 90 eftirlitsflug með bátum með grásleppuleyfi.
* 83 eftirlitsflug voru vegna lax, silungs og malartekju.
* 53 eftirlitsflug með strandveiðibátum.
* 46 eftirlitsflug með skipum með aflamark, sem skiptust þannig eftir veiðarfærum:
* 25 með loðnunót,
* 16 með dragnót,
* 4 með flotvörpu,
* 1 með þorskanet.
* 27 eftirlitsflug með erlendum skipum, sem skiptust þannig eftir veiðarfærum:
* 25 með loðnunót,
* 2 með flotvörpu.
* 22 eftirlitsflug voru með bátum með krókaaflmark, sem skiptust þannig eftir veiðarfærum:
* 18 með línu,
* 4 með handfæri.
* 10 eftirlitsflug með smábátum með aflamark, sem voru allir með þorskanet.
Landssamband smábátaeigenda vekur athygli á að Fiskistofa flaug yfir 17 trollbáta í fyrra en ekkert flug hefur verið í ár. Einnig segir í frétt Landssambandsins að ekkert drónaflug hafi verið yfir togurum í ár.