Í gær var kynnt Fjárhags- og framkvæmdaáætlun Akureyrarbæjar fyrir árin 2023-2026 á rafrænum íbúafundi. Frumvarp að áætlunum var lagt fram til fyrri umræðu í bæjarstjórn 1. nóvember og er síðari umræða á dagskrá 6. desember nk.
Yfirskrift fundarins var Í hvað fara peningarnir okkar?
Á fundinum var sagt frá starfsemi sveitarfélagsins og stærstu verkefnum næstu ára. Opið var fyrir spurningar og voru bæjarstjóri og bæjarfulltrúar til svara.
Fjárhags- og framkvæmdaáætlunin er á Akureyri opinbert skjal sem almenningur hefur aðgang að og getur séð hvaða tillögur um ráðstöfun fjárins er þar að finna. Þar geta íbúarnir haft skoðun á þessum tillögum og sett fram sín sjónarmið og talað fyrir þeim gagnvart bæjarfulltrúum.
Hlekkur á áætlanirnar:
Einnig er útbúið sérstakt kynningarefni:
Reykjavík áætlanatillögur birtar almenningi
Reykjavikurborg hefur líkt og Akureyrarbær birt tillögur að fjárhagsáætlun næsta árs svo og áætlun næstu fimm ára.
https://reykjavik.is/fjarhagsaaetlun
Á þessum hlekk er ýtarleg kynning á þeim áætlunum sem lagðar hafa verið fram og borgarstjórn mun greiða atkvæði um þegar að síðari umræðu kemur. Þar er nákvæmlega tilgreint hverjar áætlaðar tekjur verða og hvernig lagt er til að þeim verði ráðstafað. Til viðbótar er birt til nánari skýringar greinargerð fagsviða og B hluta fyrirtækja sem fylgja fjáráætluninni fyrir 2023 og ennfremur greinargerð með fimm ára áætluninni.
Hér er hlekkur sérstaklega á fjárhagsáætlun næsta árs:
Ísafjarðarbær: vinnugögn sem ekki eru birt
Í Ísafjarðarbæ er litið öðruvísi á miðlun upplýsinga til íbúanna og möguleika þeirra til þess að hafa skoðanir og jafnvel áhrif á endanlega fjárhagsáætlun. Þar hefur verið ákveðið að tillögurnar að fjárhags- og framkvæmdaáætlun séu vinnugögn bæjarstjóra og eigi ekki að koma fyrir sjónu almennings. Þessar áætlanir séu þannig undanþegnar upplýsingarétti skv. ákvæðum upplýsingalaga.
-k