124 athugasemdir við tillögu að strandsvæðisskipulagi á Vestfjörðum

Yfirlitsmynd sem sýnir hafsvæðið sem strandsvæða- skipulagið nær til.

Í upphafi sumars samþykktu svæðisráð að auglýsa tillögur að strandsvæðisskipulagi fyrir Vestfirði og Austfirði. Kynningartími beggja tillagna stóð frá 15. júní – 15. september.

Þrír opnir kynningarfundnir voru haldnir á Vestfjörðum og tveir á Austfjörðum.

Á kynningartímanum bárust 124 athugasemdir við tillögu að strandsvæðisskipulagi á Vestfjörðum og 97 athugasemdir við tillögu að strandsvæðisskipulagi á Austfjörðum.

124 athugasemdir við tillögu að strandsvæðisskipulagi á Vestfjörðum bárust þar af voru sex frá sveitarfélögum og átta frá landeigendum en aðrar athugasemdir voru frá einstaklingum, fyrirtækjum og hagsmunaaðilum. Samtals eru athugasemdirnar birtar á 264 blaðsíðum á veg Skipulagsstofnunar þar sem þær eru aðgengilegar.

Svæðisráð beggja svæða vinna að úrvinnslu framkominna athugasemda og er gert ráð fyrir að viðbrögð við þeim liggi fyrir að liðnum 12 vikna úrvinnslutíma.

DEILA