Öll þekkjum við þennan góða, skinku, aspas og framvegis. Nú ætla ég að kynna ykkur fyrir öðrum sem er alls ekki síðri, bara öðruvísi. Passar í eitt venjulegt eldfast mót.
Innihald:
4-6 brauðsneiðar af hvítu brauði rifið niður og skorpan tekin frá.
1 Stór rauð paprika
Hálfur camenbert
12 Fetaoststeningar (í kryddolíu best frá Örnu)
Hálfur pottur af rjóma
50g rifinn ostur
2 msk fersk basilíka smátt söxuð, allt í góðu að nota lauk eða graslauk í staðinn ef þannig er stemmningin.
Aðferð:
Rífið brauðið niður í eldfast mót. Saxið papriku niður og skerið ólífur í sneiðar.
Dreifið papriku, fetaosti & ólífum yfir brauðið.
Þar ofan á er settur rifinn ostur. Saxið basiliku/lauk og dreifið yfir ostinn.
Blandið saman rjóma og camenbert og hellið yfir réttinn. Bakið við 200°c í u.þ.b. 30 mín eða þar til hann hefur fengið fallegan lit.
Verði ykkur að góðu!