Nú stendur yfir sýning á Þjóðminjasafni Íslands um hús byggð úr torfi og grjóti. Í yfir þúsund ár voru torfhús helstu híbýli Íslendinga en upp úr 1970 höfðu þau lokið því hlutverki sínu og einungis var þá búið í örfáum torfbæjum.
Engar alhliða áætlanir lágu fyrir um varðveislu torfhúsa og því var komið að endalokum þeirra fáu bæja sem eftir stóðu.
Í tilefni af sýningunni sem nefnist Á elleftu stundu verður Sigríður Sigurðardóttir lektor við Háskólann á Hólum með fyrirlestur sem ber heitið, Torf til bygginga.
Í fyrirlestrinum mun Sigríður fjalla um hvernig torfið var valið, tekið og meðhöndlað, hvernig það var síðan hlaðið og sjáanlegum mismun eftir landshlutum.
Fyrirlesturinn fer fram 11. október í fyrirlestrarsal safnsins klukkan 12:00 og verður einnig í beinu streymi á YouTube.
https://youtu.be/tZXVgmlXg4w