Rannveig Jónsdóttir hefur verið ráðin sem starfsmaður Listasafns Ísafjarðar.
Rannveig lauk námi frá sjónlistardeild Myndlistarskóla Reykjavíkur (2014), BA námi frá Listaháskóla Íslands (2017) og MFA námi frá Listaháskólanum í Malmö (2019) þar sem hún hlaut styrk Edstrandska Foundation fyrir útskriftarverkefni sitt.
Rannveig hefur tekið þátt í sýningum bæði hér á landi og erlendis.
Rannveig hefur síðustu ár verið starfandi myndlistarmaður á Ísafirði þar sem hún er fædd og uppalin. Hún verkefnastýrði m.a. listahátíðinni Straumar á Flateyri 2018 og sýningunni Fokhelt 2021.
Undanfarið hefur hún verið í hlutastarfi við gestavinnustofur ArtsIceland sem verkefnastjóri og listrænn stjórnandi Gallerí Úthverfu.