Rannveig Jónsdóttir ráðin til Listasafnsins Ísafjarðar

Rannveig Jónsdóttir hefur verið ráðin sem starfsmaður Listasafns Ísafjarðar.

Rannveig lauk námi frá sjónlistardeild Myndlistarskóla Reykjavíkur (2014), BA námi frá Listaháskóla Íslands (2017) og MFA námi frá Listaháskólanum í Malmö (2019) þar sem hún hlaut styrk Edstrandska Foundation fyrir útskriftarverkefni sitt.

Rannveig hefur tekið þátt í sýningum bæði hér á landi og erlendis.

Rannveig hefur síðustu ár verið starfandi myndlistarmaður á Ísafirði þar sem hún er fædd og uppalin. Hún verkefnastýrði m.a. listahátíðinni Straumar á Flateyri 2018 og sýningunni Fokhelt 2021.

Undanfarið hefur hún verið í hlutastarfi við gestavinnustofur ArtsIceland sem verkefnastjóri og listrænn stjórnandi Gallerí Úthverfu.

DEILA