Merkir Íslendingar : Sigurjón A. Ólafsson

Sig­ur­jón Árni Ólafs­son fædd­ist 29. októ­ber 1884 á Hvallátr­um, vest­ustu byggð á land­inu, rétt við Látra­bjarg. For­eldr­ar hans voru Ólaf­ur Jóns­son, f. 1853, d. 1947, síðar bóndi í Króki á Rauðas­andi, og Guðbjörg Árna­dótt­ir, f. 1858, d. 1892, hús­móðir.

Sig­ur­jón lauk stýri­manna­prófi 1906 og var há­seti og stýri­maður í sigl­ing­um og á fisk­veiðum 1900-1917 og skip­stjóri 1918-1919. Hann var af­greiðslumaður Alþýðublaðsins í Reykja­vík 1919-1927, fá­tækra­full­trúi 1922-1927 og af­greiðslumaður og verk­stjóri hjá Skipa­út­gerð rík­is­ins 1930-1942.

Hann var formaður Sjó­manna­fé­lags Reykja­vík­ur 1920-1951 og alþing­ismaður fyr­ir Alþýðuflokk­inn 1928-31, 1934-42 og 1946-48. Hann var einnig for­seti ASÍ 1940-42, átti sæti í fé­lags­dómi 1938-1944 og í sjó- og verzl­un­ar­dómi Reykja­vík­ur frá 1930 til æviloka, var yf­ir­skoðun­ar­maður rík­is­reikn­ing­anna 1938-1943 og frá 1947 til dauðadags, og sat í Lands­bank­a­nefnd 1936-1953.

Eig­in­kona Sig­ur­jóns var Guðlaug Gísla­dótt­ir, f. 1892, d. 1951, hús­móðir. Þau eignuðust tólf börn.

Sig­ur­jón lést 15.4. 1954.

Morgunblaðið.

DEILA