Veiði er lokið í Laugardalsá þetta sumarið. Samkvæmt upplýsingum frá Stangveiðifélagi Reykjavíkur, sem er með ána á leigu, endaði veiði í 92 löxum.
Er þetta næst slakasta sumarið á þesari öld, en fæstir laxar veiddust árið 2019 eða 73. Í fyrra veiddust 111 laxar. Árið 2017 veiddust 175 laxar.