Frá því er greint á síðu Ísafjarðarkirkju að í sumarlok, áður en haustrigningarnar hófust, hafi þær Matthildur kirkjugarðsvörður og Angela samstarfskona hennar tekið sig til og lagað sáluhliðið og kirkjugarðsgirðinguna í Hnífsdal. Þær skröpuðu og máluðu og eins og sjá má hefur orðið mikil breyting á til batnaðar.
Myndir: Ísafjarðarkirkja.