Uppskrift vikunnar – Kjúklingur á korteri

Kjúk­ling­ur í kasjúhnetusósu

Þessi stendur alltaf fyrir sínu og ekki skemmir fyrir hvað þessi uppskrift er ótrúlega fljótleg.

Hún er líka ekkert síðri hituð upp daginn eftir. Endilega prufið þessa og eins og með allar svona uppskriftir er um að gera að nota það hráefni sem ykkur finnst best.

Fyr­ir 4

  • 150 g kasjúhnet­ur, ósaltaðar
  • 1 lauk­ur
  • 1 rauð paprika
  • 1 brok­kolí
  • 4 kjúk­linga­bring­ur, t.d. frá Rose Poul­try Sósa
  • 2 hvít­lauksrif, pressuð
  • 1.5 msk hrís­grjóna­e­dik
  • 1.5 msk fiskisósa, t.d. Fish sauce frá Blue dragon
  • 3 msk sojasósa
  • 3 msk ho­is­insósa
  • 0.5 dl ostrusósa
  • 2 tsk malað engi­fer (engi­ferkrydd)
  • chilíkrydd, magn að eig­in smekk

Aðferð:

  • Hrærið öll­um hrá­efn­un­um fyr­ir sós­una sam­an.
  • Ristið hnet­urn­ar á þurri pönnu og hrærið reglu­lega svo þær brenni ekki. Takið af pönn­unni og geymið.
  • Skerið lauk­inn í skíf­ur, saxið paprik­una og skerið brok­kolíið í bita.
  • Skerið kjúk­linga­bring­urn­ar í litla bita og setjið á pönn­una ásamt smá olíu og steikið í nokkr­ar mín­út­ur eða þar til kjúk­ling­ur­inn hef­ur brún­ast.
  • Bætið græn­met­inu þá sam­an við og steikið áfram. Bætið hnet­un­um sam­an við og að lok­um sós­unni og látið aðeins malla við væg­an hita.
  • Bætið við chilíkryddi ef áhugi er á því.

Verði ykkur að góðu!

Halla Lúthersdóttir.

DEILA