Látrabjarg er 14 km langt og þverhnípt bjarg frá austri til vesturs við norðanverðan Breiðafjörð.
Þar er vestasti tangi landsins, Bjargtangar. Azore-eyjar eru vestasti hluti Evrópu. Austurmörk bjargsins eru við Keflavík. Það er hæst á Heiðnukinn, 444 m og því er skipt í fjóra hluta, Látrabjarg (vestast; frá Bjargtöngum í Saxagjá). Það er ævintýralegt að ganga spöl með bjargbrúninni og skoða fuglalífið.
Selir eru algengir á skerjunum í grennd við vitann og stundum bregður fyrir hvölum skammt frá landi. Öldum saman var sigið í bjargið eftir eggjum og stundum hafa veiðzt 36.000 fuglar á ári. Sigi var hætt eftir 1925, þegar 40.000 eggjum var safnað.
Enski togarinn Dhoon er eitt margra skipa, sem hafa strandað á þessum slóðum og á því ein fárra áhafna, sem var bjargað fyrir harðfylgi björgunarsveita á jólaföstu 1947.
Gönguleiðir liggja vítt og breitt um svæðið, s.s. um Látrabjarg, til Keflavíkur, Rauðasands og Örlygshafnar.
Frá Breiðuvík liggja leiðir til norðurs að gömlum verstöðvum og til veiðivatna á svæðinu.
Af vefsíðunni is.nat.is