Ferðafélag Ísfirðinga: Tungudalur – fjölskylduferð með göngu, leikjum og hressingu

Laugardaginn 10. september
Fararstjórn: Kolbrún Fjóla Ármúla Arnarsdóttir.
Mæting: Kl. 10 á útivistarsvæðinu inni í Tungudal.

Þátttakendur hittast á bílastæðunum inni í Tungudal þar sem ferðin byrjar.

Viðhorfið gerir gæfumuninn. Það má svo sannarlega til sanns vegar færa.

Við upphaf ferðar verður stutt kynning á Ferðafélagi Ísfirðinga og skipulagi ferðarinnar ásamt því sem að farið verður yfir öryggisþætti.

Genginn hringur um Tungudal, fyrst eftir stígnum í gegnum skóginn og upp á planið þar sem skíðaskálinn fyrir svigskíðasvæðið er. Þaðan er gengið niður eftir göngustígnum sem liggur hinum megin við Tunguána og að stöðvarhúsi OV, yfir brúna þar og inn á tjaldsvæðið fyrir ferðamenn í dalnum.

Þá tekur við leikjastund á hentugu svæði við tjaldsvæðið.

Boðið upp á hressingu í lok ferðar í boði ferðafélagsins.

Láttu sjá þig í þessari áhugaverðu ferð. Það er ekki á hverjum degi sem boðið er upp á ferð þar sem í boði er ganga, leikir og síðast en ekki síst ókeypis hressing í lok ferðar. Við hlökkum til að sjá þig!

DEILA