Súgandafjörður: skipulagi breytt vegna jarðhitanýtingar við Laugar

Bæjarráð Ísafjarðarbjar hefur samþykkt breytingu á aðalskipulagi sveitarfélagsins 2008-2020 sem felur í sér að svæði við Laugar í Súgandafirði breytist úr landbúnaðarsvæði í iðnaðarsvæði. Breytingin er sögð óveruleg sem þýðir einfaldara og fljótvirkara ferli.

Ný borhola við Laugar er komin í notkun og veitir heitu vatni til Suðureyrar. Byggja þarf 70 fermetra dæluhús við borholuna fyrir nauðsynlegan búnað. Auk þess verður byggt mannhæðarhátt skýli yfir borholuna. Gert er ráð fyrir að hætta nýtingu eldri borholu. Framkvæmdin er á vegum Orkubús Vestfjarða.

Jafnframt samþykkti bæjarráðið að stofna sérstaka lóð undir borholuhúsið.

DEILA