MERKIR ÍSLENDINGAR – VALDIMAR ÓLAFSSON

Valdimar Ólafson, fyrrv. yfirflugumferðarstjóri, fæddist á Mosvöllum I í Önundarfirði þann 13. ágúst 1926.

Foreldrar hans voru Ólafur B. Hjálmarsson, sjómaður, bóndi á Mosvöllum I, verkstjóri, efnisvörður BP í Rvk., f. 26.8. 1903, d. 30.8. 1986, og Ragnheiður Guðmundsdóttir húsmóðir, f. 25.10. 1902, d. 7.4. 1991.

Valdimar kvæntist 22.12. 1948 Erlu Þórdísi Jónsdóttur síðar kennara, f. 9.2. 1929, d. 28.2. 1987, dóttur Þórunnar Jónsdóttur kennara og Jóns Alexanderssonar, forstjóra hlustendaþjónustu ríkisútvarpsins. Þau skildu 1965.

Börn Valdimars og Erlu eru sjö:

  1. Alexander Einar Valdimarsson, f. 22.12. 1947,
  2. Ragnheiður Valdimarsdóttir, f. 18.6. 1949,
  3. Þórunn Erlu-Valdimarsdóttir, f. 25.8. 1954,
  4. Lilja Valdimarsdóttir, f. 12.11. 1956,
  5. Trausti Valdimarsson, f. 1.11. 1957,
  6. Vala Sigurlaug Valdimarsdóttir, f. 21.1. 1960.
  7. Ásdís Valdimarsdóttir, f. 18.7. 1962,

Seinni kona Valdimars er Helga Árnadóttir hjúkrunarkona, f. 16.9. 1937, dóttir Árna Björns Árnasonar, héraðslæknis í Grenivík, og Kristínar Þórdísar Loftsdóttur húsmóður. 

Börn Valdimars og Helgu eru fimm:

  1. Árni Björn Valdimarsson, f. 8.11. 1965,
  2. Ólafur Kristján Valdimarsson, f. 12.8. 1967,
  3. Vífill Valdimarsson, f. 8.8. 1969.
  4. Sindri Valdimarsson, f. 19.4. 1971,
  5. Kristín Þórdís Valdimarsdóttir, f. 19.10. 1975.

Valdimar hóf störf í Flugmálastjórn sem loftskeytamaður 1946 og sem flugumferðarstjóri 1947-51, var vaktstjóri til 1962, aðstoðarflugumferðarstjóri til 1971 og yfirflugumferðarstjóri til 1991.

Valdimar kenndi lengi flugnemum bókleg fræði á kvöldnámskeiðum og í Flugskóla Íslands í dagskóla 1991-99. Hann var ritari Flugráðs í sjö ár og leiðsögumaður á sumrin í 15 ár.

Hann var meðhjálpari í Fella- og Hólakirkju í 11 ár og yfir 20 ár í sóknarnefnd Fella- og Hólakirkju. Hann hafði ánægju af að syngja og var í Gerðubergskórnum og karlakórnum Kátum körlum. Var áður fáein ár með Pólýfónkórnum og eitt ár með kirkjukór. Félags- og trúnaðarstörf voru honum hugleikin. Var fyrsti formaður Félags íslenskra flugumferðarstjóra (FÍF) 1955-66 og í stjórn BSRB í 10 ár. Formaður Félags flugmálastarfsmanna ríkisins í fjögur ár.

Hann ferðaðist mikið og tók þátt í alþjóðlegu samstarfi, sat meðal annars undirbúnings-, stofnfund og ársþing alþjóðasamtaka flugumferðarstjóra IFATCA. Starfaði í áratugi í Oddfellow og Rotary Breiðholt og gegndi þar ritara- og forsetastörfum. Starfaði í fimm ár við gerð Flugorðasafnsins sem kom úr 1993. Samdi kennslubók í flugreglum 1992.

Hann ritaði margar greinar í tímarit, dagblöð og sérrit. Einnig tók Valdimar þátt í störfum Almannavarna ríkisins í um 25 ár og í hjálparstarfi kirkjunnar. Var kjörinn heiðursfélagi FÍF 1985 á 30 ára afmæli þess og hlaut gullmerki sem einn af formönnum þess og Paul Harris-orðu Rotary-félagsskaparins.

Valdimar Ólafsson lést þann 2. apríl 2008.

....
Þessar endurminningar Valdimars Ólafssonar eru úrFréttabréfi Önfirðingafélagsins 6. tbl. 19. árg. desember 1997
 
Skráð af Menningar-Bakki

DEILA