Enduro fjallahjólamót á Ísafirði um helgina

Ljósmynd: Ásgeir Helgi Þrastarson.

Hjólreiðadeild Vestra stendur fyrir Enduro fjallahjólamót um helgina á Ísafirði. Mótið snýst aðalega um að eiga góðan dag á fjöllum með skemmtilegu fólki. Dagleiðirnar eru allt að 25 km langar en tímataka er aðeins á hluta brautarinnar.

Mótið hefst á föstudag með keppni í A flokki (Elite), Masters flokki (35 ára og eldri) og rafhjólaflokki. Sérleiðir á föstudag eru á heiðinni og niður í Tungudal og í Hnífum niður í Dagverðardal.  Á laugardag heldur keppnin áfram í þessum flokkum auk B flokks og fer þá fram á Seljalandsdal. Áhorfendur eru sérstaklega velkomnir. Á föstudag er tilvalið að sjá keppendur koma niður í Tungudal fyrir ofan byrjendalyftuna eða í Dagverðardal við Dyngju (Vegagerð). Á laugardag er upplagt að taka sér stöðu við skíðaskálann í Seljalandsdal eða við Skíðheima.

Hér má nálgast dagskrá og upplýsingar um sérleiðir.

Dagskrá:

Fimmtudagur

21:00
Afhending keppnisgagna á Dokkunni.

Föstudagur

11:30 – 13:30
Afhending keppnisgagna á Dokkunni.

16:00
Keppni hefst á Heiðinni (inn af Botnsheiðarafleggjara).

Laugardagur

10:00
Skutl á Seljalandsdal frá Brúarnesti (strætóskýli við afleggjarann inn í Tunguskóg/Tjaldstæði).

13:00
Afhending keppnisgagna í Skíðaskálanum á Seljalandsdal.

14:00
Keppni hefst á Seljalandsdal.

19:00
Matur og verðlaunaafhending í Edinborgarhúsinu.

DEILA