Vesturbyggð: Rebekka Hilmarsdóttir hætt sem bæjarstjóri

Rebekka Hilmarsdóttir hefur látið af störfum sem bæjarstjóri í Vesturbyggð. Þetta staðfestir hún við Bæjarins besta.

Á fundi bæjarstjórnar þann 9. júní var  samþykkt að Rebekka starfi áfram þar til gengið hefur verið frá ráðningu bæjarstjóra. Bæjarstjórn fól bæjarráði umboð til að ganga frá ráðningu bæjarstjóra og staðfesta ráðningasamning.

Jón Árnason, forseti bæjarstjórnar segir að ekki hafi náðst samkomulag við Rebekku og steytt hafi m.a. á launakjörum. Staðgengill bæjarstjóra er Gerður Sveinsdóttir sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs.

DEILA