Íslendingar á ferðalagi erlendis hafi lent í vandræðum þegar þeir geta einungis lagt fram ökuskírteini á stafrænu formi.
Það er því afar brýnt að Íslendingar sem hyggja á ferðalög erlendis hafi þetta í huga og hafi hefðbundið ökuskíretini alltaf meðferðis.
Stafræn ökuskírteini eru jafngild hefðbundnum ökuskírteinum á Íslandi en gilda ekki annars staðar en hér á landi.
Ökuskírteini sem gefin eru út af EES ríkjum eru almennt viðurkennd gagnkvæmt milli EES ríkja en stafrænu ökuskírteinin uppfylla ekki kröfur Evróputilskipunar um ökuskírteini og munu því aðeins gilda innanlands.