MERKIR ÍSLENDINGAR – ÞRÖSTUR SIGTRYGGSSON

Þröst­ur Sig­tryggs­son skip­herra fædd­ist 7. júlí 1929. Hann lést 9. des­em­ber 2017.
 

For­eldr­ar hans voru hjón­in Hjaltlína Mar­grét Guðjóns­dótt­ir, kenn­ari og hús­freyja, frá Brekku á Ingj­aldssandi, f. 4.7. 1890, d. 30.1. 1981, og séra Sig­trygg­ur Guðlaugs­son, prest­ur og skóla­stjóri á Núpi, frá Þröm í Garðsár­dal, f. 27.9. 1862, d. 3.8. 1959. Bróðir Þrast­ar var Hlyn­ur veður­stofu­stjóri, f. 5.11. 1921, d. 14.7. 2005.
 

Þann 22.5. 1954 kvænt­ist Þröst­ur Guðrúnu Páls­dótt­ur sjúkra­liða, f. 23.9. 1933, d. 25.8. 2013. For­eldr­ar henn­ar voru Bjarn­heiður Jóna Guðmunds­dótt­ir hús­móðir, f. 7.9. 1910, d. 10.8. 1976, og Páll Þor­bjarn­ar­son, skip­stjóri og alþing­ismaður, f. 7.10. 1906, d. 20.2. 1975.

Börn Þrast­ar og Guðrún­ar eru:
1) Mar­grét Hrönn, maki Sig­urður Hauks­son. Son­ur Mar­grét­ar er Þröst­ur Rún­ar Jó­hanns­son.
2) Bjarn­heiður Dröfn, maki Sig­ur­jón Þór Árna­son. Börn þeirra eru Sig­trygg­ur Örn Sig­urðsson, Rúna Björg, Ell­en Dögg og Árni.
3) Sig­trygg­ur Hjalti, maki Guðríður Hall­björg Guðjóns­dótt­ir, hún lést 1995. Syn­ir Sig­tryggs eru Þröst­ur, Guðjón Örn og Hlyn­ur.
Fyr­ir átti Þröst­ur Kol­brúnu Sig­ríði, maki Magnús Pét­urs­son. Þeirra syn­ir eru Sig­urður Hann­es, Pét­ur Örn, Davíð Þór og Friðjón. Langafa­börn Þrast­ar eru 24.
 

Eft­ir lát eig­in­konu sinn­ar eignaðist Þröst­ur góðan fé­laga og vin, Hall­fríði Skúla­dótt­ur.
 

Þröst­ur ákvað nokkuð snemma að hans ævi­starf yrði á sjó. Hann tók inn­töku­próf upp í ann­an bekk far­manna í Stýri­manna­skól­an­um haustið 1952 og út­skrifaðist frá Stýri­manna­skól­an­um 1954 og lauk prófi í varðskipa­deild í sama skóla 1954. Hann réðst þá sem stýri­maður hjá Land­helg­is­gæsl­unni og varð fa­stráðinn skip­herra 1960 og starfaði þar til hann lét af störf­um árið 1990.

Þröst­ur kenndi tvo vet­ur við grunn­skól­ann á Þing­eyri. Reri einnig frá Þing­eyri á eig­in trillu, Palla krata, sumr­in 1993 og 1994.

Hann var skóla­stjóri barna­skól­ans á Núpi 1981 til 1983 og kenndi einnig við Héraðsskól­ann á Núpi.

 

Þröst­ur var mik­ill áhugamaður um golf á þess­um árum og stofnaði golf­fé­lagið Glámu á Þing­eyri, ásamt því að teikna merki fé­lags­ins. Hann falaðist eft­ir jörð og fékk þar sem hann hannaði og gerði níu holu golf­völl. Æsku­slóðir voru hon­um hug­leikn­ar og gerði hann æsku­heim­ili sitt, Hlíð í Dýraf­irði, að menn­ing­ar­minja­safni. Átti hann hug­mynd að rit­un sögu Núps­skóla. Sú hug­mynd varð að veru­leika og kom bók­in, sem Aðal­steinn Ei­ríks­son ritaði, út í sum­ar, á 110 ára af­mæli stofn­un­ar skól­ans.

Minn­inga­brot Þrast­ar, bók­in „Spaug­sami spör­fugl­inn“, komu út 1987. Í til­efni gull­brúðkaups og 75 ára af­mæl­is Þrast­ar gaf hann út disk­inn „Haf­blik“ með eig­in lög­um.
 

Þröst­ur var sæmd­ur ridd­ara­krossi hinn­ar ís­lensku fálka­orðu 17. júní 1976. Hin síðari ár var hann virk­ur í starfi eldri borg­ara í Grafar­vogi og var í stjórn menn­ing­ar­deild­ar í Borg­um þegar hann lést.

DEILA