Uppskrift vikunnar – Lambakórónur með parmesanmús

Var að átta mig á að ég er búin að vera frekar mikið í fisk uppá síðkastið og ákvað því að deila þessari mjög góðu lambauppskrift með ykkur. Músin er öðruvisi en eftir að ég prufaði þessa hef ég nánast ekki gert venjulega mús.

Hráefni:

1,5 kg lambakórónur

Salt og pipar

Olía

Smjör

Aðferð:

Forhitið ofninn í 180°C.

Hitið olíu á pönnu, kryddið kjötið með salti og pipar.

Brúnið kjötið á öllum hliðum, setjið smjör út á pönnuna og hellið duglega af smjöri yfir kjötið.

Setjið kjötið í eldfast mót og inn í ofn við 180°C í 15 – 20 mínútur.

Parmesan kartöflumús

Hráefni:

800 g bökunarkartöflur

100 g sellerírót

1 dl rjómi

60 g smjör

50 g rifinn parmesan ostur

Salt og pipar, magn eftir smekk

Aðferð:

Afhýðið kartöflur og sellerírót, sjóðið í vel söltu vatni þar til hvort tveggja er orðið mjúkt.

Hellið vatninu af og bætið rjómanum, smjörinu, nýrifnum parmesan ostinum saman við og stappið með kartöflustöppu þar til þið náið þeirri áferð sem þið kjósið.

Bragðbætið með salti og pipar.

 

Berið fram með góðri sósu, mér finnst rauðvínssósa best og salati.

Verði ykkur að góðu!

Halla Lúthersdóttir.

DEILA