Úkraínska kammersveitin Kyiv Soloists undir stjórn Erki Pehk ásamt feðgunum Selvadore Rähni sem skólastjóri Tónlistaskóla Bolungarvíkur og sem leikur Klarinettukonsert nr. 1 eftir C. M. von Weber og syni hans Oliver Rähni sem leikur Píanókonsert nr. 1 eftir sama höfund koma fram á tónleikum kl. 19:30 fimmtudaginn 30. júní í Íþróttahúsinu Árbæ í Bolungarvík og kl. 19:30 þriðjudaginn 5. júlí í Eldborgarsal Hörpu í Reykjavík.
Tónleikarnir eru styrktartónleikar fyrir Úkraínu.
„Við spilum fyrir friði í Úkraníu“, segja þau í Kyiv Soloists.
Í ársbyrjun 2022 fór hljómsveitin í tónleikaferð um Evrópu og á Ítalíu fékk hún fréttir af innrás rússneskra hermanna í Úkraínu. Allt breyttist og það var ekki lengur mögulegt að snúa aftur heim til Úkraínu. Í samvinnu við leiðandi tónleikasamtök í Evrópu var tónleikaferð Kyiv Soloists framlengd um óákveðinn tíma.
Úkraínska kammersveitin Kyiv Soloists (National Chamber Ensemble „Kyiv Soloists“) samanstendur af úkraínsku tónlistarfólki sem hefur sigrað úkraínskar og alþjóðlegar tónlistarkeppnir.