Þríburabræðurnir Guðfinnur Ragnar, Gunnar Már og Þórir Örn, sem eru búsettir í Bolungavík, luku verklegum hluta sveinsprófs í rafvirkjun á föstudaginn.
Þeir útskrifuðust úr rafvirkjun sem viðbót við 4. stig vélstjórn frá Tækniskólanum í desember 2021.
Tveir þríburanna vinna hjá Rafverk Alberts Guðmundssonar ehf í Bolungavík og sá þriðji hjá Orkubúi Vestfjarða.