Leikhópurinn Lotta ferðast um landið í sumar með skemmtilega 30 mínútna sýningu, unna upp úr sýningunni Mjallhvít, sem hópurinn setti upp fyrir nokkrum árum. Sagan hefur verið færð í glænýjan búning sem hentar vel fyrir hátíðir af öllum stærðum og gerðum.
Leikhópurinn kemur til Ísafjarðar á laugardaginn og verðu með sýningu í skrúðgarðinum við Sundhöllina og hefst kl 18. Sýningin er í boði Sjóvár.
Fjórir þekktir Lottuleikarar mæta á staðinn með frábæra sýningu stútfulla af sprelli og fjöri fyrir alla aldurshópa.