Ísafjarðarbær: synjar um styrk vegna hoppukastala

Mynd af hoppukastala.

Bæjarráð Ísafjarðarbæjar telur sér ekki fært að verða við erindi Slysavarnadeildarinnar Iðunnar, þar sem óskað er eftir styrk að fjárhæð 100.000-120.000 kr. til að leigja hoppukastala fyrir hátíðahöld á sjómannadag.

Ætlun slysavarnadadeildarinnar var að leigja 3 hoppukastala fyrir sjómannadaginn og hafa þá við Guðmundarbúð á Ísafirði.

Telur bæjarráðið styrkveitingu ekki rúmast innan fjárheimilda að þessu sinni.

DEILA