Arna Lára Jónsdóttir, bæjarstjóri ( Í ) var kosinn fulltrúi sveitarfélagsins í stjórn Byggðasafns Vestfjarða á fundi bæjarstjórnar á fimmtudaginn. Þá var Gylfi Ólafsson (Í) kosinn í fulltrúaráð Vestfjarðastofu.
Gylfi Ólafsson ( Í ) , Nanný Arna Guðmundsdóttir ( Í ) og Steinunn Guðný Einarsdóttir ( D ) voru kosin aðalfulltrúar á landsþing sambands íslenskra sveitarfélaga til næstu fjögurra ára.
Loks var Catherine Chambers kosin fulltrúi Ísafjarðarbæjar í stjórn Náttúrustofu Vestfjarða.