Nýr þjónustuvefur sýslumannsembætta hefur verið tekinn í gagnið þar sem notendur geta fengið svör við helstu spurningum er varða verkefni sýslumanna. Þessi nýjung er hluti af stafrænni vegferð í opinberri þjónustu.
Þjónustuvefurinn eykur möguleika viðskiptavina á sjálfsafgreiðslu og sparar þar með sporin fyrir þá og eykur skilvirkni í starfseminni.
Á þjónustuvefnum verður boðið upp á fyrirspurnarform þar sem notendur geta sent inn fyrirspurnir.
Erindin berast á viðeigandi stað eftir málefnum og umdæmum sýslumanna. Til að auka möguleika viðskiptavina á sjálfsafgreiðslu gefur fyrirspurnarformið yfirlit yfir það efni á vef sýslumanna sem gæti veitt svör við fyrirspurn viðskiptavinarins.