Sólveig Erlingsdóttir nýr forstöðumaður Hvestu og skammtímavistunar

Sólveig Erlingsdóttir hefur verið ráðin sem forstöðumaður Hvestu og skammtímavistunar og mun hún formlega hefja störf þann 8. ágúst næstkomandi.

Sólveig lauk stúdentsprófi af sjúkraliða- og félagsfræðibraut frá Menntaskólanum á Ísafirði 2005. Árið 2008 lauk hún svo námi sem heilsunuddari við Nuddskóla Íslands og í febrúar 2012 BA prófi í þroskaþjálfafræðum frá Háskóla Íslands.

Undanfarin ár hefur Sólveig starfað hjá Heilbrigðisstofnun Vestfjarða en hún er ekki ókunnug störfum hjá Ísafjarðarbæ, þar sem hún hefur m.a. starfað við aðhlynningu, sem þroskaþjálfi og sérkennslustjóri hjá sveitarfélaginu.

DEILA