Kristín Þorbjörg Jónasdóttir fæddist á Flateyri þann 20. maí 1926.
Foreldrar hennar voru Jónas Hallgrímur Guðmundsson, skipstjóri á Flateyri, f. á Alviðru í Dýrafirði 2.5. 1886, d. 18.12. 1935, og María Þorbjarnardóttir, húsm. á Flateyri, frá Hrauni á Ingjaldssandi, f. 9. apríl 1897, d. 21. apríl 1979.
Systkini Þorbjargar voru:
Marteinn Jónasson, f. 1916, d. 1987, Þuríður Jónasdóttir, f. 1917, d. 2008, Baldur, f. 1920, d. 1923, Bragi Jónasson, f. 1924, d. 1983 og Baldur Jónasson, f. 1924, d. 1992.
Þann 13. nóvember 1948 giftist hún Kristjáni Guðmundssyni, bakarameistara á Flateyri, f. 25.8. 1927 á Patreksfirði, sonur Guðmundar Kristjánssonar, f. 1900, d. 1959, og Ingveldar Gísladóttur, f. 1904, d. 2004, sem bæði voru úr Breiðafjarðareyjum. Kristján eiginmaður Þorbjargar lést um aldur fram 17.6. 1974.
Börn Þorbjargar og Kristjáns eru:
1) Guðmundur Jónas, f. 13.5. 1949, búsettur í Mosfellsbæ.
2) María Kristín, f. 13.9. 1952, gift Sigurbirni Svavarssyni, búsett í Mosfellsbæ, börn þeirra: a) Kristjana Þorbjörg, f. 1974, gift Jóhanni Braga Fjalldal, f. 1974, þeirra börn: Freyja María, f. 2007, Katrín Margrét, f. 2011, og Sigurbjörn Kári, f. 2011. b) Björn Þór, f. 1979.
Þorbjörg ólst upp á Flateyri, fór ung í Húsmæðraskólann í Reykjavík, en starfaði á Flateyri alla sína starfsævi, lengst af á Ritsímanum og síðar á Pósti og síma, síðustu 14 árin sem símstöðvarstjóri. Hún fór á eftirlaun 1992 og flutti þá til Reykjavíkur með syni sínum, Guðmundi Jónasi.
Þorbjörg Jónasdóttir lést á Landspítalanum 21. apríl 2017
Skráð af Menningar-Bakki.